-o- - Hausmynd

-o-

Valentínusardagurinn

exterior_heart_anatomy

Ég var ekki búin ađ vafra lengi um netiđ í morgun ţegar röflandi fólk varđ á vegi mínu. Í dag, 14. febrúar, taka ćđi margir tuđarar sér kćrkomiđ frí frá nöldri yfir moggabloggsauglýsingum eđa Spaugstofunni og nöldra ţar til ţeir fá sigg á fingurna yfir Valentínusardeginum.

Fólk fullyrđir ađ siđurinn, eins og allt annađ illt í heiminum, sé kominn beinustu leiđ frá Ameríku. Ţrátt fyrir ađ ađ bent sé á ţá augljósu rangfćrslu hćgir ţađ ekki einu sinni á kvabbinu. Nafn Valdísar Gunnardóttur útvarpskonu er oft nefnt í framhjáhlaupi og fullyrt ađ hún ásamt fégráđugum blómabćndum hafi komiđ ţessum siđ á hér á landi. Fyrirsjáanlegustu tuđararnir nefna daginn jafnvel Valdísardaginn. 

Ég veit ekki hvort ađ Valdís sé enn á prósentum fyrir ađ innleiđa ţennan siđ hjá blómabúđum sem eiga ţađ yfirleitt allar sameiginlegt ađ berjast í bökkum. En líklega sjá hinir neikvćđu netverjar hana fyrir sér ţeysast um heiminn á  blómaskreyttri einkaţotu, íklćdd engu nema lođfeldi, sötrandi kampavín međ Hemma Gunn. Ţiđ vitiđ, eins og von er og vísa hjá öllum blómabćndum landsins.

Sjálfri er mér nákvćmlega sama um Valentínusardaginn. Hann hefur ekkert gildi fyrir mér en ekki ćtla ég ađ pirra mig á ţví ađ einhverjir kjósi ađ halda upp á hann. Alveg eins og mér er sama ţó fólk fái sér drátt í tilefni afmćlis Ólafs Ragnars Grímssonar,  fari út ađ borđa á ţjóđhátíđardegi Finna, éti ónýtan mat á bóndadaginn eđa kaupi sér sápu í tilefni jólanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fröken M

Ţađ gleymdist ekki frekar en fyrri daginn.

Fröken M, 15.2.2008 kl. 08:11

2 identicon

mér ţykir ţađ stórkostlegt lán ţegar ég rekst á ađra manneskju sem er komin leiđ á ameríkuhatri kókdrekkandi netfíkla.

ég vil benda ţér á grein vinkonu minnar um máliđ: www.unnur.klaki.net

takk fyrir mig. 

Helga Ţórey (IP-tala skráđ) 16.2.2008 kl. 16:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband