7.2.2008 | 14:27
Plebbi vikunnar er Séð og Heyrt
Ég hef aldrei heyrt neinn viðurkenna kaup á Séð og Heyrt. Þaðan af síður hef ég heyrt einhvern lýsa yfir ánægju sinni með blaðið. Einhverjir virðist samt kaupa snepilinn enda blasir hann við manni í öllum búllum sem maður rambar inn í. Áðan þurfti ég að bíða afskaplega lengi við kassann í Hagkaup. Þið vitið þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla. Maður spyr sig hvort það sé út af lélegu þjónustunni og okrinu?
En þá sá ég einmitt nýjasta tölublað Séð og heyrt. Efst á blaðinu stóð "Séð og Heyrt - Gerir lífið skemmtilegra" og undir þeirri fullyrðingu var mynd af brostnu hjarta með konu og karli í. Flennistór fyrirsögnin tilkynnti mér: "BÆJARSTJÓRAHJÓNIN SKILIN"
Æ ég veit það ekki. Þetta gerði lífið mitt ekkert skemmtilegra þó ég væri stödd í skemmtilegustu búð landsins.
Athugasemdir
já en bráðskemmtilegt.. eða þannig
Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 17:01
Séð og heyrt er mikið menningarrit. Augljóslega því að ég hef verið í því.
Kreppumaður, 8.2.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.